Hvítasunnukirkjan í Vestmanna- eyjum fagnar 90 ára afmæli
19. febrúar, 2016
Hvítasunnukirkjan í Vestmannaeyjum, áður Betel, er 90 ára samanstendur af fólki sem á sameiginlega sögu með öðrum Eyjamönnum. Safnaðarlífið ber merki þess sem aðrir í bænum ganga í gegnum á hverjum tíma. Guðni Hjálmarsson er forstöðumaður safnaðarins á þessum tímamótum sem minnst verður með myndarlegum hætti í Hvítasunnukirkjunni við Vestmannabraut um næstu helgi og í Einarsstofu í Safnahúsi.
Forstöðumenn safnaðarins í Eyjum hafa gefið bæjarlífinu lit og sumir orðið landsþekktir.
�?egar Guðni er beðinn um að lýsa safnaðarstarfinu segir hann að margir hafi gefist Guði í barna-, unglinga- eða fullorðinsstarfi. �??Gestir frá mörgum þjóðum hafa eflt okkur og snert bæjarbúa mikið. �?flugt barnastarf hefur sett sterkan svip á starfið frá upphafi og eiga margir góðar minningar úr sunnudagaskólanum. Starfið byggist á bæn til Guðs, er líka beðið fyrir landi, þjóð og málefnum bæjarbúa. Biblían er grunnurinn og ætíð er umræða um samspil hennar og samtímans. Sunnudagarnir einkennast af söng og prédikun ásamt frásögnum um mátt Guðs í lífi einstaklinganna,�?? sagði Guðni.
�?flugt starf á afmælisári Mikið er framundan á árinu, auk afmælisins. Í apríl nk. eiga þau von
á tugum unglinga frá Reykjavík og Englandi til að halda mót og skemmtilegar uppákomur. �??Núna um helgina, föstudag, laugardag og sunnudag, verður
afmæli safnaðarins fagnað á ýmsan hátt,�?? sagði Guðni. Hátíðin hefst á föstudaginn með sálmakvöldi kl. 20:00. Yfirlitssýning á sögu safnaðarins verður síðan í Einars
stofu og hefst hún laugardaginn kl.13:00 með frásögum og söng. �??Fjölskyldusamkoma verður sama dag kl.16:00 í kirkjunni þar sem rifjaðir verða upp gamlir sunnu
dagaskólataktar. Hátíðinni lýkur sunnudaginn kl.13:00 með fagnaðarsamkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir,�?? sagði Guðni að endingu.
Nánar í Eyjafréttum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst