Fylgstu með opnum stjórnmálafundi í Einarsstofu. Einn frambjóðandi frá hverju framboði heldur almenna kynningu að hámarki í 5 mínútur. Að því loknu verður opnað fyrir almennar fyrirspurnir úr sal og sitja þá tveir frambjóðendur frá hverju framboði fyrir svörum. Frambjóðendur fá síðan tækifæri til að segja lokaorð, að hámarki í 3 mínútur fyrir hvert framboð.