Í fyrsta skipti sem lýst er yfir hættustigi síðan í gosinu 1973
7. desember, 2015
�?ak fauk af húsi við Smáragötu í Vestmannaeyjum í kvöld en engin meiðsl urðu á fólki. Lögreglan hefur lýst yfir hættustigi og víða er mjög slæmt ástand í bænum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur víðar orðið tjón, þakplötur verið að fjúka og þakkassar losnað af húsum við Bröttugötu og Hrauntún. Einnig eru þakplötur að fjúka af nýbyggingu inni á Eiði og er vegurinn þangað lokaður.
Lögreglan gekk í hús í Smáragötu og fór þess á leit við íbúa að þeir yfirgæfu hús sín og voru fjögur hús rýmd. Aðrir vildu vera heima og fylgjast með eignum sínum. -�?etta er í fyrsta skipti sem ég man eftir að lýst er yfir hættustigi í Vestmannaeyjum, sagði Jóhannes �?lafsson, yfirlögreluþjónn í Vestmannaeyjum þegar Eyjafréttir ræddu við hann rétt í þessu. Jóhannes hefur starfað í lögreglunni í áratugi þannig að sennilega er þetta í fyrsta skipti frá því í gosinu 1973 sem neyðarástand skapast í Eyjum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst