Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og fá útköll vegna ölvunar, en einhver þó. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við leit í heimahúsi fundust smáræði af ætluðu amfetamíni og viðurkenndi húsráðandi að eiga efnin. Málið telst að mestu upplýst. �?etta kemur fram í skýrslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum fyrir síðustu viku.
Einn ökumaður var stövaður í vikunni grunaður um akstur undir ávana- og fíkniefna. Fjórar kærur liggja fyrir vegna ólöglegra lagninga ökutækja og þá fékk einn ökumaður sekt fyrir akstur án þess að hafa öryggisbeltið spennt. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í báðum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og lítil sem engin meiðsl á fólki.
Í lokin óskar lögreglan í Vestmannaeyjum Eyjamönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.