�?ann 1. júlí kemur platan �??Í skugga meistara yrki ég ljóð!�?? en hún geymir tíu ný Eyjalög eftir fjórtán vestmanneyska laga- og textahöfunda. Nafn plötunnar vísar til meistara eins og Oddgeirs Kristjánssonar, Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og fleirri merkra laga- og textasmiða sem hófu og skópu leikinn hvað Eyjalögin varðar. Ein af hugsanlegum ástæðum þess að dregið hafði úr þeirri grósku sem var í Eyjalögunum um miðja síðustu öld kann að vera hræðsla laga- og textahöfunda við að vera bornir saman við gömlu meistarana. �?essi plata sýnir að nútíma vestmannaeyskir laga- og textahöfundar eru ekkert síðri og að lög þeirra eru vel frambærileg í alla staði. Laga- og textahöfundar hafa mismikla reynslu af útgáfu en sumir þeirra eiga nú þegar þjóðhátíðarlög eða hafa gefið út plötur með hljómsveitum sem þeir hafa starfað í, en aðrir hafa ekki látið í sér heyra fyrr en nú.
Fyrsta lagið sem sent hefur verið í loftið af væntanlegri plötu ” Í skugga meistara yrki ég ljóð” er í raun þriðja lag plötunnar, �??Surtsey�?? geymir, eins og nafnið gefur til kynna, óð til Surtseyjar. Sigurmundur Gísli Einarsson á lag og ljóð. Sonur hans Unnar Gísli Sigurmundsson flytur lagið ásamt Árna Johnsen en óhætt er að segja að þar stangast á andstæður með glæsibrag milli þessara tveggja sem án efa til heyra hópi þekktustu tónlistarmanna Eyjanna fyrr og síðar. Lagið má hlusta á
hér.
Platan kemur út í takmörkuðu upplagi. Ef þú vilt tryggja þér eintak sendu okkur þá línu á best.eyjar@gmail.com.