Íbúafundir í �?lfusi
14. júní, 2007

Yfirskrift íbúafundanna er: Tækifæri �?lfuss og samvinna mismunandi aðila. Á fundinum mun Barbara Guðnadóttir menningarfulltrúi �?lfuss kynna niðurstöður íbúakönnunar sem send var út fyrir páska til allra íbúa í �?lfusi 18 ára og eldri. �?á mun Rögnvaldur Guðmundsson, ferðmálafræðingur greina frá hinum fjölmörgu tækifærum sem hann sér í ferðaþjónustu á svæðinu og greina frá könnunum um umferð ferðamanna um sveitarfélagið. Í kjölfar fyrrgreindra kynninga taka allir fundargestir þátt í hugarflæði um styrkleika og tækifæri svæðisins. Steingerður Hreinsdóttir, sérfræðingur frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og Rögnvaldur Guðmundsson leiða hugarflæðið. Niðurstöður íbúakannana, íbúafunda og úrvinnsla þeirra verður svo notað í þá vinnu sem framundan er hjá menningarnefnd við að móta stefnu sveitarfélagsins í menningar- og ferðamálum.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst