Í dag verður íbúafundur í Vestmannaeyjum vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli. Fundurinn verður í Höllinni og hefst kl. 18. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa um gang jarðeldanna og afleiðingar þeirra, einkum öskufalls og svara spurningum íbúa. Karli Gauti Hjaltason, sýslumaður og formaður almannavarnarnefndar Vestmannaeyja vonast til að héraðsdýralæknir og fulltrúar matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits mæti á fundinn.