Eyjamenn unnu frábæran eins marks sigur á KR-ingum í dag 1-0 á Hásteinsvelli. Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmarkið með fínu skoti eftir undirbúning Mikkel Maigaard.
ÍBV var síst lakari aðilinn í leiknum og fengu þeir bestu færin, KR-ingar áttu erfitt uppdráttar en það má segja að leikskipulag Eyjamanna hafi gengið fullkomlega upp. Bæði lið áttu erfitt með að sækja með vindinum en ÍBV voru þó sterkari í báðum hálfleikjum.
Sigurður Grétar Benónýsson átti annan flottan leik í liðinu en Sindri Snær Magnússon var algjörlega magnaður.
ÍBV er á toppi deildarinnar eftir sigurinn og verða það að minnsta kosti fram á annað kvöld, gleðilegan sjómannadag.