ÍBV dagur í dag
8. maí, 2014
�?að er stór dagur í íþróttum í Eyjum í dag en meistaraflokkar karla í bæði handbolta og fótbolta spila í dag. Fótboltaliðið leikur annan leik sinn í Íslandsmótinu en jafnframt fyrsta heimaleik sinn þegar liðið tekur á móti Stjörnunni klukkan 17:00 á Hásteinsvelli. Eyjamenn gerðu jafntefli gegn Fram í fyrsta leik sem fór fram á gervigrasinu í Laugardal, 1:1 en á sama tíma vann Stjarnan Fylki á heimavelli sínum í Garðabænum 1:0. Í Eyjafréttum sem komu út í gær er ÍBV liðið kynnt til leiks fyrir sumarið.
Klukkan 19:45 verður svo stórleikur í Íþróttamiðstöðinni þegar ÍBV tekur á móti Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta karla. Haukar höfðu nauman sigur í fyrsta leiknum, sem fór fram í Hafnarfirði, 29:28 og eru því 1:0 yfir í rimmu liðanna. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst