Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með fjórum leikjum. Í fyrsta leik dagsins tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV er enn án stiga en Grótta hefur gert jafntefli í báðum sínum leikjum.
Á facebook-síðu ÍBV er rætt við Jón Ólaf Daníelsson þjálfara ÍBV um leikinn. Leikurinn leggst vel í hann og er hann bjartur á að fyrsti sigur sumarsins komi í dag.
„Grótta er með gott lið sem þurfi að varast og er liðið með margar sóknarútfærslur. Þær hafa til að mynda skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sumarsins.“
Jón Óli segir allar stelpurnar í flottu standi og leikhæfar. Liðið hefur æft vel síðustu daga og kemur vel undirbúið fyrir þennan leik. Hann segir að allt verði lagt í sölurnar til að landa sigri í dag. Þau vonist eftir góðri mætingu á leikinn frá Eyjamönnum, þar sem það gefi stelpunum mikið að finna fyrir góðum stuðningi. Leikurinn á Hásteinsvelli hefst kl. 18:00.
Leikir dagsins í Lengjudeild kvenna
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst