ÍBV hefur samið við tvo erlenda leikmenn til þess að styrkja liðið fyrir átökin á komandi leiktíð í úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Annar þeirra er lettnesk skytta og heitir hann Janis Grisnavos. Um er að ræða ungan leikmann sem Eyjamenn binda nokkrar vonir við, þar sem Grisnavos varð markakóngur í efstu deild í Lettlandi á síðustu leiktíð. Grisnavos fagnar tuttugu og eins árs afmæli í dag. Hann gerir tveggja ára óuppsegjanlegan samning við Eyjamenn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst