ÍBV mætir KR á Hásteinsvelli í undanúrslitum bikarkeppni karla en dregið var í hádeginu. Eyjamönnum hefur gengið vel í bikarkeppninni, annað en í Íslandsmótinu en ÍBV hefur ekki komist jafn langt í bikarnum síðan 2011 en þá tapaði liðið fyrir �?ór Akureyri í undanúrslitum. Síðustu tvö ár hefur ÍBV hins vegar tekið á móti KR í 8 liða úrslitum bikarsins og tapað í bæði skiptin, 1:2 árið 2012 og 0:3 í fyrra. �?að er því kominn tími á að vinna KR í bikarnum; allt er þegar þrennt er.
Uppfært:
Leikur ÍBV og KR fer fram klukkan 19:15, fimmtudaginn 31. júlí.