Kvennalið ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Íslandsmótsins í handknattleik.
Stelpurnar gerðu góða ferð í borgina og sigruðu ÍR, 22:18. ÍBV vann því einvígið 2:0 og mætir Val í undanúrslitum.
Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði flest mörkin hjá ÍBV í kvöld, fimm talsins. Næst markahæst var Birna Berg Haraldsdóttir með fjögur mörk. Þá varði Marta Wawrzykowska níu skot í markinu. Glæsileg frammistaða liðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst