Stórir aðilar bíða nánast í röðum um að fá að taka þátt í Þjóðhátíð með ÍBV og Friðbjörn segir að jafnvel verði boðið upp á nýja þjónustu í tengslum við Þjóðhátíðina. Þetta kemur fram í Vaktinni en þar segir Friðbjörn Ólafur Valtýsson, framkvæmdastjóri ÍBV-iþróttafélags að mörg stórfyrirtæki vilji taka þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal. Meðal annars hefur stór aðili í skyndibitamarkaðnum haft samband og óskað eftir aðstöðu í Týsheimilinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst