C-lið ÍBV í 6. flokki kvenna, varð um helgina Íslandsmeistari í handbolta. Síðasta fjölliðamót vetrarins fór fram í Eyjum um helgina en liðin vinna sér inn stig á hverju móti yfir veturinn. Þegar upp var staðið var C-liðið efst með 38 stig eða átta stigum meira en næsta lið og er því Íslandsmeistari. B-lið ÍBV náði einnig prýðisgóðum árangri, endaði í öðru sæti í heildarkeppninni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst