Eins og áður sagði var leikurinn jafn og spennandi, ÍBV var þó lengst af með yfirhöndina en þegar sjö mínútur voru til leiksloka var Stjarnan tveimur mörkum yfir. �?á tók Einar Jónsson, þjálfari ÍBV hins vegar leikhlé, tók útlenskan leikmann af velli og setti leikmann úr fjórða flokki í hennar stað. Eftir það náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í hag og unnu með tveimur mörkum.
Einar var þokkalega brattur í leikslok. “�?g vissi að þetta yrði erfitt enda er Stjarnan með mjög breiðan leikmannahóp og sumar af þessum stelpum sem voru að spila í kvöld voru að spila með aðalliðinu í fyrra. �?ær voru líka með sterkan útlending sem kemst ekki í hópinn hjá aðalliðinu þar sem fyrir eru tvær aðrar utan Evrópusambandsins þannig að þetta var hörkulið sem við spiluðum við í kvöld. En ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn í undanúrslit og vona að við verðum heppin þegar dregið verður í næstu umferð og fáum heimaleik,” sagði Einar.
Mörk ÍBV: Hekla Hannesdóttir 8, Pavla Plaminkova 8/5, Sæunn Magnúsdóttir 4, Pavla Nevarilova 3, Sædís Magnúsdóttir 1, Renata Horvath 1.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst