Í dag klukkan 18:00 mætast ÍBV og topplið Breiðabliks á Hásteinsvelli í Pepsi deild kvenna. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig en Breiðablik í því fyrsta með tuttugu og tvö stig. Langt er síðan síðasti sigur Eyjastelpna kom eða 16. júní og því munu stelpurnar berjast vel enda byrjuðu þær tímabilið mjög vel. Breiðablik hefur ekki tapað leik á tímabilinu og verður leikurinn verðugt verkefni fyrir Eyjastelpur.
Eyjamenn fjölmennum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs.