ÍBV með 3 menn í liði ársins og átti besta varnarmanninn
17. maí, 2014
Handboltavefurinn Fimmeinn.is hefur valið lið ársins sem er skipað þeim mönnum sem hafa skarað fram úr í hverri stöðu fyrir sig, auk þess að velja einn sóknarmann og einn varnarmann. Hér fyrir neðan má sjá liðið í heild sinni en nokkrir leikmenn voru nálægt sæti í liðinu og má þar nefna Árna Stein Steinþórsson, Daníel Frey Andrésson, Jón Heiðar Gunnarsson og Guðna Ingvarsson.
�?að kemur kannski fáum á óvart að Íslandsmeistararnir eigi flesta menn í liðinu en þeir höfnuðu í öðru sæti deildarinnar og tryggðu sér sigur í oddaleik gegn Haukum sem voru einnig sterkir í vetur.
Markvörður: Giedrius Morkunas, Haukar.
Vinstri hornamaður: Sturla Ásgeirsson, ÍR.
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukar.
Leikstjórnandi: Róbert Aron Hostert, ÍBV.
Hægri skytta: Agnar Smári Jónsson, ÍBV.
Hægri hornamaður: Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV.
Línumaður: Garðar B. Sigurjónsson, Fram.
Besti varnarmaður: Sindri Haraldsson, ÍBV.
Besti sóknarmaður: Sigurbergur Sveinsson, Haukar.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst