Fimmti flokkur karla í knattspyrnu náði frábærum árangri á hinu árlega N1-móti sem haldið er á Akureyri. ÍBV komst í átta liða úrslit í A-, B-, C- og D-liðum en bestum árangri náði D-liðið sem endaði í þriðja sæti. B- og C-liðin enduðu í fjórða sæti, A-liðið í sjöunda og E-liðið í 22. sæti. Þá fékk ÍBV N1 bikarinn fyrir bestan samanlagðan árangur allra liða á mótinu. Þá var Elliði Ívarsson kosinn besti markvörður mótsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst