Kvennalið ÍBV leikur í kvöld sinn síðasta deildarleik á árinu þegar ÍR kemur í heimsókn í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í Olísdeild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:30.
Þrátt fyrir að aðeins sé hálfnað á handboltatímabilinu er um síðasta deildarleik ársins að ræða og er markmið heimaliðsins skýrt – að ljúka árinu með sigri á heimavelli. ÍBV-liðið hefur sýnt mikinn karakter í vetur þar sem barátta, samstaða og góð liðsheild hafa einkennt leik þess. Stemningin innan hópsins hefur verið góð og vonir standa til að stuðningur áhorfenda geti orðið lykilatriði í kvöld.
Í hálfleik verður boðið upp á skotkeppni fyrir yngri stuðningsmenn og happdrættismiðar verða til sölu. Að leik loknum verður dregið úr miðunum og hlýtur einn heppinn þátttakandi landsliðstreyju Söndru Erlingsdóttur. Eyjafréttir fylgjast með gangi mála og munu birta umfjöllun og úrslit að leik loknum.
ÍBV – ÍR
Keppni: Olísdeild kvenna
Dagsetning: Miðvikudagur 17. desember
Tími: 18:30
Völlur: Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst