Dregið var í Borgunarbikarnum í hádeginu í dag í 8-liða úrslit keppninnar. ÍBV á lið í báðum keppnum og var ÍBV fyrst upp úr pottinum í kvennaboltanum.
Haraldur Pálsson gerði sér lítið fyrir og dró Selfyssinga og spilar ÍBV því við þær þriðja árið í röð í Borgunarbikar kvenna. Leikurinn fer fram 4. júlí á Hásteinsvelli og heyrði ég í Ian Jeffs, þjálfara ÍBV sem spáði fyrir um þennan drátt. �??�?g vissi að við myndum fá Selfoss heima, þetta er okkar ár og viljum við hefna fyrir leikinn í fyrra.�??
Eyjamenn fengu erfiðan útileik í karlakeppninni þar sem Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Blika, dró ÍBV upp úr pottinum. 3. júlí er dagurinn sem Eyjamenn þurfa að fjölmenna á Kópavogsvöll og koma liðinu í undanúrslit Borgunarbikarsins. Við heyrðum í Jóni Ingasyni, leikmanni meistaraflokks karla, sem var alveg sama hvaða lið ÍBV hefði fengið. �??�?að skiptir litlu máli hvaða lið við myndum fá, það þarf að vinna bestu liðin til þess að vinna þessa keppni.�??