15. umferð Olís deildar karla var leikin í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins mættust botnlið Fjölnis og ÍBV í Grafarvogi. Jafnræði var með liðunum framan af leik en jafnt var í leikhléi 12-12. Þegar skammt var til leiksloka sigu Eyjamenn fram úr og sigruðu með fjórum mörkum, 26-30.
Sigur ÍBV þýðir að liðið er nú með 16 stig í 6. sæti en Fjölnir er með áfram með 6 stig í neðsta sæti deildarinnar. Hjá ÍBV skoruðu þeir Sigtryggur Daði Rúnarsson og Daniel Esteves Vieira sex mörk hvor.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst