ÍBV mætti Haukum í 14. umferð Olísdeildar kvenna í dag. Leikið var í Hafnarfirði. ÍBV komst yfir í upphafi leiks en eftir það náðu Haukar yfirhöndinni. Hálfleiksstaðan var 16-14 heimaliðinu í vil. Haukar héldu forystunni og lauk leiknum með þriggja marka sigri þeirra, 32-29.
Með sigrinum fór Haukaliðið upp í annað sæti deildarinnar með 22 stig en Eyjaliðið er áfram í næstneðsta sætinu með 6 stig. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði langflest mörk ÍBV í dag, eða 9. Sunna Jónsdóttir og Britney Emilie Florianne Cots gerðu sitthvor 4 mörkin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst