ÍBV tekur á móti Gróttu í undanúrslitum
7. febrúar, 2007

Leikirnir eiga að fara fram 20. og 21. febrúar en sem kunnugt er stýrir Alfreð Finnsson, fyrrum þjálfari ÍBV liði Gróttu.

Núverandi þjálfari ÍBV er hins vegar Einar Jónsson og hann sagði það hafa verið lykilatriði að fá heimaleik. �?Við erum búin að vinna bæði Val og Gróttu á heimavelli og fyrirfram þá vildi ég fá annað hvort liðið hér heima. �?að hentar okkur ekki að spila á móti Haukum og við höfum verið í miklu basli með þær. Grótta er hins vegar með gríðarlega sterkt lið, voru að vinna Val um helgina og við eigum erfiðan leik fyrir höndum. �?g held líka að við séum draumaandstæðingur hinna liðanna enda telja flestir okkur vera með slakast liðið af þessum fjórum. En ég vona að við náum að sýna jafn góðan leik og síðast þegar við mættum Gróttu.�?

Í hinni viðureigninni mætast svo Haukar og Valur.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst