ÍBV er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir sjö marka tap á útivelli. Lokatölur urðu 27:20 en staðan í hálfleik var 15:12. Leikurinn var þó í jafnvægi lengi vel en í stöðunni 7:7 skoraði Valur þrjú mörk í röð og bætti svo um betur og komst í 13:8 en leikmenn ÍBV náðu að laga stöðuna aðeins fyrir leikhlé. ÍBV náði svo að minnka muninn í tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks, 15:13 en lengra komust þær ekki. Valur skoraði næstu níu mörk leiksins, komust í 24:13 og gerðu um leið út um vonir ÍBV.
Mörk ÍBV: Arna �?yrí �?lafsdóttir 5, Vera Lopes 5/1, Ester �?skarsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Selma Sigurbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 9, Erla Rós Sigmarsdóttir 5, Sara Dís Davíðsdóttir.