ÍBV átti ekki í erfiðleikum með HK/Víking
14. maí, 2013
ÍBV tók á móti nýliðum HK/Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Það tók ÍBV einungis 11 mínútur að komast í 3-0, en lið HK/Víkings komst hvorki lönd né strönd. Shaneka Gordon átti mjög góðan leik fyrir ÍBV í dag og skoraði þrennu en hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk og átti hún meðal annars skot yfir fyrir opnu marki. ÍBV slakaði heldur mikið á í seinni hálfleik en það kom ekki að sök.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst