Bæði karla- og kvennalið ÍBV léku í kvöld sína fyrstu æfingaleiki en leita þarf langt aftur í tímann að fyrstu leikirnir séu leiknir í Eyjum. Með nýjum samgöngumáta við Eyjarnar eru önnur lið hins vegar farin að leitast eftir því að koma til Eyja en karlalið HK og kvennalið Fylkis léku í kvöld gegn ÍBV. Kvennaleikurinn var á undan og til að gera langa sögu stutta, þá töpuðu Eyjastúlkur 32:28. Karlaliðinu gekk hins vegar mun betur gegn úrvalsdeildarliði HK.