ÍBV- íþróttafélag festi kaup á nýrri og glæsilegri 50 sæta rútu í síðustu viku. Rútan hefur verið merkt ÍBV og styrktaraðilum kaupanna í bak og fyrir og á eflaust eftir að vekja athygli hvert sem hún fer. Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags segir að með kaupunum sé félagið að spara sér umtalsverð útgjöld í leigu á rútum fyrir iðkendur sína.