Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikarkeppni kvenna. ÍBV kemur inn í keppnina nú ásamt hinum úrvalsdeildarliðunum en Eyjastúlkur fengu heimaleik gegn 1. deildarliði Völsungs frá Húsavík. Völsungur leikur í B-riðli 1. deildar og hefur spilað tvo leiki á útivelli, unnu Fram en töpuðu fyrir Haukum. Völsungur lagði Tindastól að velli í 32ja liða úrslitum keppninnar.