ÍBV getur færst nær toppnum í kvöld
10. ágúst, 2012
Kvennalið ÍBV tekur á móti Aftureldingu í kvöld klukkan 18:00 á Hásteinsvelli. Þetta er síðasti leikur 13. umferðar en hinir leikirnir fóru fram í gærkvöldi. Helst bar til tíðinda að Breiðablik náði aðeins jafntefli gegn Selfossi og að Valur lagði Stjörnuna að velli. Á meðan vann Þór/KA sinn leik og munar nú sex stigum á Þór/KA, sem er á toppnum og Stjörnunni, sem er í öðru sæti. Hins vegar getur ÍBV nálgast Stjörnuna með sigri í kvöld en ef ÍBV vinnur Aftureldingu, munar aðeins einu stigi á ÍBV og Stjörnunni.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst