Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að viðtalið við Tryggva Má Sæmundsson, framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags í kvöldfréttum Stöðvar 2 hafi komið honum verulega á óvart. „Ég geri ráð fyrir að hann mæli fyrir hönd stjórnar í þessu máli og velti óneitanlega fyrir mér á hvaða vegferð félagið er. Í mínum huga strandar nákvæmlega ekkert á Vestmannaeyjabæ í því sem snýr að kröfum KSÍ á hendur ÍBV.“