Svo virðist sem kvennalið ÍBV sé komið ákveðna lægð. Liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fjórum í deildinni, gert eitt jafntefli en tapað tveimur. Hugsanlega eru kröfurnar orðnar meiri eftir magnaða byrjun á tímabilinu en það er ljóst að ÍBV á að geta mun betur en það hefur sýnt í síðustu leikjum, sérstaklega í síðustu tveimur leikjunum. Lokatölur gegn Fylki voru 2:0 eftir að staðan í hálfleik var 0:0.