ÍBV kaupir Mawejje
22. september, 2009
Knattspyrnudeild ÍBV hefur ákveðið að kaupa Tonny Mawejje, úganska miðjumanninn sem hefur verið í láni hjá Eyjamönnum í sumar. Mawejje var lánaður frá úganska úrvalsdeildarliðinu URA fyrir þetta tímabil og höfðu Eyjamenn forkaupsrétt á leikmanninum, sem þeir nýta sér nú. Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar, segir kaupverðið trúnaðarmál. Kauptilboð ÍBV hafi hins vegar verið samþykkt og nú sé unnið að því að semja við leikmanninn.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst