Leikur FH og ÍBV í 10. umferð Pepsídeildarinnar, mun fara fram 30. ágúst næstkomandi. Leiknum var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni en í morgun var birtur nýr leiktími. Liðin tvö, sem bæði eru í toppbaráttu deildarinnar, munu því eiga leik til góða í næstum tvo mánuði en leikurinn átti upphaflega að fara fram í byrjun júlí.