Eyjamenn hafa samið við suður-afrísku knattspyrnukonuna Noko Matlou sem kjörin var besti leikmaður Afríku í febrúar 2009. Hún er þegar komin með leikheimild og má því leika með 1. deildarliðinu gegn Fjölni á fimmtudagskvöld. Matlou hefur áður verið í fréttum hér á landi því í fyrra reyndi KR að fá hana til sín. Ekkert varð úr því en talið er að umboðsmaður Matlou hafi samið við KR án vitundar félagsins sem hún var þá hjá, Brazilian Ladies FC.