IceFish 2024 hefst í Smáranum á morgun
Frá sýningunni. Ljósmynd/aðsend

Íslenska sjávarútvegs-, sjávarrétta- og fiskeldissýningin, IceFish 2024, hefst í Smáranum á morgun 18. september með pomp og prakt og býður hjartanlega velkomna sýnendur og gesti frá öllum heimshornum. Dyrnar opna klukkan 10:00 en formleg opnunarathöfn hefst klukkan 14:00. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, setur sýninguna með formlegum hætti.

IceFish fagnar núna 40 ára afmæli og mun af því tilefni verða einkar glæsileg í alla staði. Nýjasta tækni og þjónusta í sjávarútvegi er til sýnis, bæði fyrir almenna gesti og mögulega viðskiptavini úr bæði sjávarútvegsgeiranum og tengdum atvinnugreinum.

IceFish mun fagna 40 ára stórafmælinu sínu með því að heiðra sérstaklega hjartkæra sýnendur sem hafa fylgt henni allar götur frá árinu 1984! Sýningin heldur áfram að vaxa og dafna og má nefna að á sýningunni núna eru 57 nýir sýnendur frá 14 mismunandi löndum.

IceFish-sýningin í ár býður meðal annars upp á:

· Nýtt kynningarsvæði fyrir sýnendur til að koma á framfæri nýjungum, verkefni og þjónustu.

· Nákvæmt yfirlit kynningar á nýjum vörum og þjónustu til að gefa gestum tækifæri til að skipuleggja dagskrá sína og velja hvað og hverja þeir vilja sjá á sýningunni.

· Fjölbreytni í fagi sem þróast stöðugt meira í vinnslu sjávarafurða.

· Ókeypis fyrirtækjastefnumót fyrir gesti og sýnendur, skipulögð af sjávarútvegs-og þjónustudeild Enterprise Europe Network Iceland í samstarfi við Rannís.

· Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent 18. september, en þau heiðra framúrskarandi árangur í greininni.

Nánari upplýsingar um sýninguna.

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.