Stjórn Vestmannaeyjadeildar Sjúkraliðafélags Íslands hefur sent frá sér mótmæli vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í rekstri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Sjúkraliðar telja illa vegið að öryggi Eyjamanna vegna landfræðilegrar sérstöðu og segja að fyrirhugaður niðurskurður sé ekkert annað en tilfærsla á þjónustu.