Samfylkingin nýtur orðið meira fylgis meðal almennings en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 33 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið yrði nú en 32 prósent sögðust greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt.
Vinstri-græn myndu samkvæmt könnuninni fá 19 prósent atkvæða ef kosið yrði nú og Framsóknarflokkurinn tíu prósent. Aðeins fjögur prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og tvö prósent Íslandshreyfinguna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst