Ísfélag Vestmannaeyja kaupir útgerð Dala-Rafns
26. janúar, 2014
Ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur gert samning um kaup á öllum hlutabréfum í útgerðarfélaginu Dala-Rafni ehf. sem gerir út togbátinn Dala-Rafn VE 508. Báturinn var smíðaður í Póllandi árið 2007. Aflaheimildir félagsins á yfirstandandi fiskveiðiári eru tæp 1.600 þorskígildistonn. Í fréttatilkynningu frá Ísfélaginu segir að kaupin séu liður í hagræðingaraðgerðum Ísfélags Vestmannaeyja hf., ekki síst í kjölfar sífellt aukinnar skattheimtu stjórnvalda á útgerðarfélög. Segir í fréttatilkynningunni að skattlagning sé komin út yfir öll mörk þess sem getur talist sanngjarnt og eðlilegt.
Með kaupunum styrkir Ísfélagið mjög veiðar og vinnslu félagsins á bolfiski. Ísfélagið rekur fjölþætta fiskvinnslu í Vestmannaeyjum og á �?órshöfn. Félagið gerir út 6 skip og hefur eitt í smíðum í Tyrklandi.
�?að er mikið ánægjuefni að þegar eigendur Dala-Rafns ehf. ákváðu að hætta útgerð eftir tæplega fjögurra áratuga farsælan rekstur þá leituðu þeir til útgerðar í heimabyggð og lögðu kapp á að aflaheimildirnar og störfin færu ekki frá Vestmannaeyjum. Samstaða og viðhorf heimamanna skiptir öllu máli þegar standa þarf vörð um grunnstoðir atvinnulífsins á landsbyggðinni og þar með samfélagið allt.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er elsta starfandi hlutafélag á landinu, stofnað1. desember árið 1901. Félagið er burðarás í atvinnulífi í Vestmannaeyjum og á �?órshöfn.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst