Makrílvertíðin er að hefjast. Skipin halda nú eitt af öðru til veiða og sum þeirra halda beint í Smuguna. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins stefna skip félagsins á brottför í fyrramálið, þegar veðrið gengur niður.
„Það verða Heimaey, Sigurður, Álsey og Suðurey sem munu stunda þær veiðar og Ísfélagið hefur rúm 20.000 tonn til að veiða þetta sumarið,” segir hann. Spurður um hvort hann viti hvernig veiðar fari af stað segir Eyþór að þetta sé bara rétt að byrja hjá þeim sem fóru fyrstir og barst leikurinn fljótt syðst í Smuguna. „Vonandi fer þetta vel af stað.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst