Ísfélagið hagnast um 4,5 milljarða
3. september, 2012
Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 36,8 milljónir dala á síðasta ári, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam ríflega 55 milljónum dala, eða sem nemur 6,7 milljörðum króna. Þessi rekstrarniðurstaða var kynnt á aðalfundi félagsins sem fram fór í byrjun síðustu viku. Þetta er besta rekstrarniðurstaða Ísfélagsins sé horft til ársreikninga síðustu fimm ára, en hagnaður félagsins á árinu 2010 nam 18,4 milljónum dala, jafnvirði um 2,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst