Kvótar norsk íslenskrar síldar og kolmunna hafa verið gefnir út og skiptast þeir á skip í eigu 9 útgerðaraðila. Ísfélag Vestmannaeyja ræður yfir mestum kvóta í norsk íslensku síldinni, 43,364 tonn eða 20%. Vinnslustöðin að meðtaldri útgerð Hugins VE er með 24.670 tonn eða 12%.