�??Á haustdögum gaf Íslandsbanki 20 borðtölvur, mýs og lyklaborð til Grunnskólans í Vestmannaeyjum, sem kom sér ótrúlega vel þar sem í haust voru samræmdu prófin í fyrsta skipti tekin á rafrænu formi,�?? sagði Sigurlás �?orleifsson, skólastjóri.
�?órdís og Sigurður frá Íslandsbanka heimsóttu skólann fyrir skömmu og afhentu tölvurnar formlega.
�??Við höfðum töluverðar áhyggjur af breytingunum, vorum ekki viss hvort við hefðum nægilega góðan tölvukost. En með tilkomu þessara borðtölva sem Íslandsbanki gaf Grunnskólanum, gekk þetta mjög vel og litlir sem engir hnökrar komu upp á meðan prófunum stóð.�??
Starfsfólk Grunnskólans er mjög ánægt með árangurinn í prófunum hjá 4. og 7. bekk.
Líka að geta endurnýjað tölvukostinn þar sem sumar tölvurnar í skólanum voru komnar til ára sinna. Vill Sigurlás, fyrir hönd Grunnskólans, ítreka þakklæti til Íslandsbanka fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
�?órdís �?lfarsdóttir útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum sagði mjög ánægjulegt að geta komið að þessu verkefni.
�??Við höfðum fregnir af því að tölvumál skólans væru ekki upp á það besta og höfðum í kjölfarið samband við Sigurlás skólastjóra og inntum hann eftir því hvort við gætum lagt skólanum lið við endurnýjun á tölvubúnaðinum. það er frábært fyrir bankann að geta stutt við öflugt skólastarf í Eyjum með þessu hætti. �?að er einnig mjög ánægjulegt að heyra af góðum árangri nemenda skólans í samræmdu prófunum nú í haust�??.
�??Við hjá Íslandsbanka erum afar ánægð með að hafa getað orðið að liði með þessum hætti og lagt þar með okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að góðri og öflugri menntun barna og unglinga hér í Vestmannaeyjum og að sama skapi við að gera góðan skóla enn betri�?? sagði �?órdís að lokum.