Eins og áður sagði gekk liðunum afar illa að skora fyrstu mínútur leiksins en á þeim leikkafla voru Eyjastúlkur hins vegar mun sterkari og í raun klaufar að hafa ekki nýtt sér andleysi efsta liðs deildarinnar. Eyjastúlkur fóru afar illa með dauðafærin og var fyrrum leikmaður ÍBV, markvörðurinn Florentina Grecu sínum gömlu félögum afar erfið í upphafi leiks.
Eyjastúlkur komust í 3:2 en þá náðu Stjörnustúlkur undirtökunum en ekki munaði meira en einu marki lengst af. Undir lok fyrri hálfleiks tóku gestirnir hins vegar góðan sprett, skoruðu síðustu þrjú mörk hálfleiksins og voru yfir 9:12 í leikhléi.
Fljótlega kom í ljós í hvað stefndi í upphafi síðari háflleiks. Stjörnustúlkur röðuðu inn mörkunum og keyrðu stíft á hraðaupphlaupum. Svo fór að lokum að ÍBV skoraði aðeins fimm mörk í síðari hálfleik gegn fimmtán mörkum gestanna og lokatölur 14:27.
Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar var á skýrslu en hann fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. Hlynur neitaði að fara upp í áhorfendastúku og tafðist leikurinn um nokkrar mínútur á meðan. Skömmu síðar var öðrum áhorfenda vísað upp í stúku og ljóst að dómarapar leiksins var með vökult auga yfir öllu sem við kom leiknum, meira að segja áhorfendum. Dómgæslan var hins vegar ekki í háum gæðaflokki og spurning hvort þeir hefðu ekki átt að einbeita sér að því sem gerðist á sjálfum vellinum.
Sigur Stjörnunnar var hins vegar mjög sanngjarn. �?ar fer félag sem hefur úr urmul leikmanna að ráða og ekkert félag í handboltanum á Íslandi sem hefur álíka breidd. Fremst í flokki fór hins vegar Florentina Grecu sem varði 19 skot á sínum gamla heimavelli.
Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 7/3, Valentina Radu 2, Pavla Nevarilova 2, Hekla Hannesdóttir 2,
Sæunn Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Branca Jovanovic 11/1 þar af 2 aftur til mótherja. Heiða Ingólfsdóttir 5
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst