Íslandsmót öldunga í Eyjum
16. júlí, 2015
Íslandsmót öldunga í golfi hófst í morgun á golfvellinum í Eyjum en þar keppa konur 50 ára og eldri og karlar 55 ára og eldri. 134 taka þátt í mótinu, mikill meirihluti karlar. �?rettán þátttakendur eru frá GV, tólf karlar og ein kona. Byrjað var að ræsa konurnar út klukkan átta í morgun en síðustu ráshóparnir fara út um hálffjögurleytið í dag. �?etta er þriggja daga mót sem lýkur seinni hluta laugardags með verðlaunaafhendingu.
Greint verður frá úrslitum í næsta tölublaði Eyjafrétta.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst