Ísleifur VE kom til hafnar í morgun af kolmunnamiðum suður af Færeyjum með fullfermi eða um 2.000 tonn. Löndun hófst þegar í stað. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins á kolmunna á vertíðinni.

Óhætt er að segja að mikill gangur sé í veiðum og vinnslu hjá VSV þessa dagana. Til að mynda var unnið í saltfiski alla helgina og unnin samtals liðlega 210 tonn í salt á laugardag og sunnudag. Áfram er unnið við að salta og pakka saltfiski í dag og í morgun var byrjað að flaka ufsa og karfa í frystingu
Brynjólfur VE fékk mjög góðan afla í gær og úr honum var landað 179 körum í gærkvöld.
Þá var landað 163 körum úr Drangavík VE og hún fer aftur út í kvöld.
Á laugardaginn var landað 163 körum úr Kap II. Skipið fór á ný til veiða í morgun.
Breki VE kom með fullfermi á laugardaginn, 515 kör. Þetta var þorskur og blanda af öðrum tegundum.
„Já, það er mikið um að vera hjá okkur til sjós og lands og verður næstu daga. Vinnuvikan er í styttra lagi núna vegna 1. maí á föstudaginn. Þess vegna verður unnið stíft fram eftir vikunni,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskvinnslu VSV.
Rétt er að taka fram að allar öryggisráðstafanir VSV vegna veirufaraldursins gilda áfram til sjós og lands. Þar hefur hvergi verið slakað á.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.