Árni Mathiesen fjármálaráðherra leggur áherslu á að stöðuna á íslenska fjármálamarkaðinum megi rekja til atburða sem séu að gerast úti í heimi.
Í samtali við Ísland í dag sagði Árni að Íslendingar gætu ekki haft áhrif á þá þróun.
Árni vill ekki tilgreina nákvæmlega hvað þyrfti að gerast til þess að íslensk stjórnvöld gripu inn í atburðarrásina á markaðnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst