Laugardaginn 22. mars verður sannkallað ítalskt skemmtikvöld ásamt ítalskri matarupplifun þar sem Einsi & hans fólk mun töfra fram ítalska rétti með ítölsku hráefni. Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson flytja ítölsk sönglög frá ýmsum tímum ásamt spjalli um sögu og uppruna þeirra. Það verður farið inn í heitar tilfinningar ítalskra vonbiðla, vorið á Ítalíu og allt þar á milli.
Samstarf þeirra félaga spannar á annan áratug en 2019 gáfu þeir frá sér plöturnar “Við nyrstu voga” með íslenskum sönglögum og “Bella Napoli” sem er með ítölskum sönglögum ættuðum frá Napoli. Þetta kvöld munu gestir fá að heyra úrval ódauðlegra laglína sem spanna allan tilfinningaskalann. Tónlistin verður fléttuð saman með frásögnum um lífið og sönginn frá Eyjum til Ítalíu og aftur til baka.
Ekki láta þetta einstaka kvöld fram hjá þér fara. Við mælum með bóka borð tímanlega. Húsið opnar klukkan 19.00.
*Sérstakur ítalskur matseðill verður þetta kvöld.*
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst