Felix byrjaði að æfa fótbolta þegar hann var sex ára gamall og sautján ára var hann búinn að spila 11 leiki með meistaraflokki, þrjá í bikar og átta í deild. Einnig hefur hann farið á Norðurlandamót í Svíþjóð með U-17 landsliði Íslands, spilað í undankeppni fyrir EM sem haldið var hér á landi sem og milliriðli fyrir EM sem haldið var í Frakklandi.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að vera útnefndur íþróttamaður æskunnar?
�??�?að er mikill heiður að vera valinn Íþróttamaður æskunnar, það sýnir að maður er á réttri braut,�?? segir Felix.
�?rátt fyrir ungan aldur fékk Felix tækifæri til að spreyta sig með aðalliði ÍBV í sumar.
Hversu mikið stökk er að fara úr því að spila með 2. flokki og spila með meistaraflokki?
�??�?að er heilmikið stökk að fara úr 2. flokki og upp í meistaraflokk, miklu meiri hraði og gæði sem maður þarf að ráða við.�??
Hvaða væntingar hefur þú til næsta tímabils?
�??�?að er klárlega að gera betur en í fyrra, það var ekki alveg nógu gott hjá okkur, þótt að sumt hafi verið mjög jákvætt. Svo bara að fá fólk til að mæta á völlinn með okkur og búa til alvöru stemningu eins og var hérna fyrir nokkrum árum,�?? segir Felix.
Hver er draumurinn þinn sem knattspyrnumaður? �??Að komast út að spila fótbolta er minn draumur klárlega, auk þess að spila fyrir Íslands hönd,�?? segir Felix sem bendir ungum iðkendum á að hafa gaman af því sem þeir eru að gera �??Höfum gaman að því að gera það sem við erum að æfa, sama hvað það er. �?etta er það skemmtilegasta sem við gerum.�??