Vegna veður er Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum lokuð í dag og öllum æfingum sem þar áttu að vera aflýst. Ekkert ferðaveður er í Eyjum og verður það væntanlega ekki í dag og liggur skólahald niðri. Starfsfólk ýmissa fyrirtækja hefur þó komist í vinnu og unnið er í hrognavinnslu bæði í Ísfélagin og Vinnslustöðinni, þótt ekki hafi allir starfsmennirnir skilað sér.